Atkvæðagreiðsla um samninga kærð 10. ágúst 2005 00:01 Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira