Sport

Woods byrjar illa á PGA

Tiger Woods, stigahæsti kylfingur heims, byrjaði ekki vel á PGA-meistaramótinu í golfi sem hófst á Baltusrowl-vellinum í New Jersey í gærkvöld. Tiger lék fyrsta hringinn á fimm höggum yfir pari og er í 113. sæti, en 97 af hundrað stigahæstu kylfingum heims taka þátt í mótinu. Sex kylfingar eru efstir og jafnir á þremur höggum undir pari: Ben Curtis og Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, Treveor Immelmann og Rory Sabbatini frá Suður-Afríku,  Ástralinn Stuart Appleby og Kandamaðurinn Stephen Ames. Ellefu kylfingar léku á tveimur höggum undir pari, en Vijay Singh sem sigraði á mótinu á síðasta ári lék á pari. Bein útsending frá mótinu hefst á Sýn klukkan átta í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×