Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið 12. ágúst 2005 00:01 Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira