Viðskipti innlent

Lítil áhrif Fjarðaráls á hagvöxt

Telja starfsmenn bankans það fremur lítið miðað við stærð fjárfestingarinnar. Heildaráhrif aukinnar álbræðslu á íslenska hagkerfið séu fremur lítil en svæðisbundnu áhrifin geti verið töluverð. Í efnahagsfregnum KB banka kemur fram að mikilvægt sé að rugla ekki þessum svæðisbundna ábata vegna margfeldisáhrifa saman við þjóðhagslegan ábata. Margfeldisáhrifin sjálf skapi ekki endilega þjóðhagslegan ábata þar sem fólkið sem flytur til staðarins til þess að vinna störf tengd stóriðju kemur einhvers staðar frá og úr einhverjum störfum. Þá segir að áhrif álversins á árlegan hagvöxt á Íslandi til langs tíma séu verulega lítil í þjóðhagslegu tilliti. "Ástæðan er ósköp einföld. Langtímahagvaxtaráhrif álbræðslu felast fyrst og fremst í því að þeir framleiðsluþættir sem starfsemin nýtir fái hærri greiðslur en þekkist annars staðar í hagkerfinu, svo sem að launin séu hærri í áliðnaði en annars staðar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×