Sport

Donald og Woods efstir í Akron

Englendingurinn Luke Donald og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hafa foryrstu þegar keppni er hálfnuð á NEC Invitational-mótinu í golfi í Akron í Ohio. Báðir eru á fjórum höggum undir pari. Woods tapaði tveimur höggum á síðustu holunni í gærkvöldi þegar hann skaut boltanum beint í tré. Það stefnir í hörkukeppni um sigur því fimm kylfingar eru einu höggi á eftir þeim Woods og Donald, Fídjeyingurinn Vijay Singh, Daninn Thomas Björn, Svíinn Henrik Stenson, Írinn Paul McGinley og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Paul McGinley og Justin Leonard spiluðu best allra í gær, fóru völlinn á fjórum höggum undir pari. Það sama verður ekki sagt um Englendinginn Nick Dougherty. Hann var í 4. sæti eftir fyrsta daginn, lék þá á þremur höggum undir pari. Í gær lék hann völlinn á 81 höggi eða 11 yfir pari og er dottinn niður í 56. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×