Fjárskortur tefur rannsókn 23. ágúst 2005 00:01 Dráttur stjórnvalda á afgreiðslu fjárveitingar upp á eina og hálfa milljón króna hefur hamlað því að rannsókn á hugsanlegri fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum geti hafist. Embætti yfirdýralæknis sótti um fjárveitinguna til að hrinda rannsókninni af stað í maí síðastliðnum. Enn bólar ekkert á henni. "Það er þörf á að kanna ástandið í fuglum hér, bæði villtum fuglum og alifuglum," segir Jarle Reiersen, sérfræðingur í fuglasmitsjúkdómum. "En það hefur verið eitthvað stirt í að finna fjármuni þessa. Mér skilst þó að þetta sé að leysast þannig að við getum gert þetta. Með slíkri rannsókn er hægt að kortleggja stöðuna hér og fínslípa þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til. Við hefjum þessa rannsókn um leið og fjármunir eru fyrir hendi. Það liggur auðvitað á að hraða henni í ljósi þess sem er að gerast erlendis." Ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar óttast nú svo mjög fuglaflensuna að þeir hafa þegar gripið til eða eru að undirbúa varnaraðgerðir gegn henni. "Með farfuglum dreifist flensan vestur eftir og þá er áhyggjuefni hvernig staðan verður hjá okkur," segir Jarle. "Þeir koma þó ekki hingað á þessum tíma árs. Hænsfuglar í lausagöngu utan dyra eru miklu móttækilegri fyrir alls konar smiti sem berst með farfuglum. Með því að hafa smitvarnir í lagi og fugla innan dyra þá er sú hætta takmörkuð eins og kostur er. Hér á landi eru langflestir alifuglar haldnir innan dyra. Það eru einungis landnámshænur, aliendur og slíkir fuglar sem eru utan dyra." Jarle segir að smitvarnir hér séu í góðu lagi eftir að herferðina gegn kamfýlóbakter. Þá lög og reglur um innflutning dýra og kjöts við að standa gegn almennum smitsjúkdómum. "Það verður tekið á þessu máli í heild," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um fjárveitinguna og vísar til starfandi ráðherranefndar um varnir gegn fuglaflensu."Það koma engir farfuglar í haust, en viðbúnaður þarf að vera klár þegar þeir fara að koma næsta vor." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Dráttur stjórnvalda á afgreiðslu fjárveitingar upp á eina og hálfa milljón króna hefur hamlað því að rannsókn á hugsanlegri fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum geti hafist. Embætti yfirdýralæknis sótti um fjárveitinguna til að hrinda rannsókninni af stað í maí síðastliðnum. Enn bólar ekkert á henni. "Það er þörf á að kanna ástandið í fuglum hér, bæði villtum fuglum og alifuglum," segir Jarle Reiersen, sérfræðingur í fuglasmitsjúkdómum. "En það hefur verið eitthvað stirt í að finna fjármuni þessa. Mér skilst þó að þetta sé að leysast þannig að við getum gert þetta. Með slíkri rannsókn er hægt að kortleggja stöðuna hér og fínslípa þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til. Við hefjum þessa rannsókn um leið og fjármunir eru fyrir hendi. Það liggur auðvitað á að hraða henni í ljósi þess sem er að gerast erlendis." Ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar óttast nú svo mjög fuglaflensuna að þeir hafa þegar gripið til eða eru að undirbúa varnaraðgerðir gegn henni. "Með farfuglum dreifist flensan vestur eftir og þá er áhyggjuefni hvernig staðan verður hjá okkur," segir Jarle. "Þeir koma þó ekki hingað á þessum tíma árs. Hænsfuglar í lausagöngu utan dyra eru miklu móttækilegri fyrir alls konar smiti sem berst með farfuglum. Með því að hafa smitvarnir í lagi og fugla innan dyra þá er sú hætta takmörkuð eins og kostur er. Hér á landi eru langflestir alifuglar haldnir innan dyra. Það eru einungis landnámshænur, aliendur og slíkir fuglar sem eru utan dyra." Jarle segir að smitvarnir hér séu í góðu lagi eftir að herferðina gegn kamfýlóbakter. Þá lög og reglur um innflutning dýra og kjöts við að standa gegn almennum smitsjúkdómum. "Það verður tekið á þessu máli í heild," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um fjárveitinguna og vísar til starfandi ráðherranefndar um varnir gegn fuglaflensu."Það koma engir farfuglar í haust, en viðbúnaður þarf að vera klár þegar þeir fara að koma næsta vor."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira