
Sport
Soffía sigraði Evrópumeistarana

CSKA Soffía sigraði Liverpool 1-0 á Anfield í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fer þó áfram því liðið vann fyrri viðureign liðanna 3-1. Þetta eru mjög óvænt úrslit því afar fáheyrt er að Evrópumeistarar tapi fyrir liði eins og CSKA Soffíu, en KA sem nú er í íslensku 1. deildinni sigraði CSKA á heimavelli fyrir 15 árum. Rosenborg er einnig komið í riðlakeppnin MEistaradeildarinnar en þeir sigruðu Steua frá Búkarest 3-2 í Þrándheimi. Úrslit kvöldsins (feitletruðu liðin eru komin áfram). Lok Moscow 0 - 1 Rapid Vín Partizan 0 - 0 Artmedia Bratislava Artmedia sigraði í vítaspyrnukeppni 3-4 Thun 3 - 0 Malmö Mónakó 2 - 2 Real Betis Panathinaikos 4- 1 Wisla Krakow - eftir framlengdan leik Rosenborg 3 - 2 Steaua Bucharest Udinese 3 - 2 Sporting Liverpool 0 - 1 CSKA Soffía