Sport

Liverpool og Chelsea saman í riðli

Liverpool og Chelsea verða saman í dauðariðlinum (G) í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Paolo Maldini fyrirliði AC Milan dró í riðlana í Mónakó nú síðdegis. Diego Forlan mætir sínum gömlu félögum í Man Utd sem dróst í riðil með Villareal. AC Milan lenti í riðli með PSV Eindhoven sem var við það að slá ítalska liðið út í undanúrslitum deildarinnar á síðasta tímabili. Nýliðarnir í Meistaradeildinni í Thun frá Sviss lenda á riðli með Arsenal  og aðrir nýliðar, Artmedia Bratislava sem slóu út Celtic í forkeppninni fær annan skammt af skotum með Glasgow Rangers og Inter Milan í riðli. A-riðill Bayern Munchen Juventus Club Brugge Rapid Vín B-riðill Arsenal Ajax Sparta Prag Thun (Sviss) C-riðill Barcelona Panathinaikos Werder Bremen Udinese D-riðill Man Utd Villareal Lille Benfica E-riðill AC Milan PSV Eindhoven Schalke 04 Fenerbache F-riðill Real Madrid Lyon Olympiakos Rosenborg G-riðill Liverpool Chelsea Anderlecht Real Betis H-riðill Inter Milan Porto Glasgow Rangers Artmedia Bratislava Belgrad



Fleiri fréttir

Sjá meira


×