Viðskipti innlent

Græða hálfan þriðja milljarð

Fjórtán lykilstjórnendur í KB banka hafa hagnast um 2,5 milljarða á hlutabréfaeign sinni í bankanum frá áramótum. Þar af hafa hlutabréf í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, og Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns hækkað samanlagt um 700 milljónir króna. Starfsmenn KB banka áttu um fimm prósent hlutabréfa í bankanum í lok síðasta árs, samkvæmt tölum úr ársreikningi fyrir árið 2004. Þannig má ætla að markaðsvirði bréfanna hafi hækkað um fimm milljarða ef reiknað er með því að eignarhluti starfsmanna hafi ekkert breyst. Gengi KB banka hefur hækkað um 35 prósent frá áramótum og stendur nú í hæsta gildi frá upphafi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×