Guðjón stjóri mánaðarins

Guðjón Þórðarson, hjá Notts County var nú í hádeginu valinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku annari deildinni, en það er frábær árangur hjá Guðjóni sem er ný tekinn við liðinu. Notts County er sem stendur í toppsæti deildarinnar, þremur stigum á undan næsta liði og hefur unnið fjóra sigra, gert tvö jafntefli og er enn taplaust. "Þetta er vissulega ánægjulegt og staða liðsins í deildinni er langtum betri en áætlanir okkar sögðu til um. Það eina neikvæða við þetta er að nú fara kannski væntingar stuðningsmanna liðsins fram úr öllu hófi," sagði Guðjón.