Krónan hækkar vegna skuldabréfa 2. september 2005 00:01 Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira