Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri ráðinn á næstunni

 næstunni ræðst hver verður nýr kaupfélagsstjóri á Akureyri. Stjórn KEA mun koma saman síðdegis á morgun til þess að fjalla um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Umsækjendur um starfið eru á milli 70 og 80 en umsóknarfrestur rann út 27. ágúst. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir hugsanlegt að nýr framkvæmdastjóri verði ráðinn strax að loknum stjórnarfundi á morgun en ella verði gengið frá ráðningunni einhvern næstu daga. Benedikt segir stjórnina hafa skoðað nokkra umsækjendur sérstaklega í samráði við starfsmenn Hagvangs en hann vill ekki gefa upp hverjir það séu né hve margir séu á þeim lista. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 mun endalegur fjöldi þeirra sem stjórnin fær tækifæri til að velja á milli liggja fyrir síðar í dag en líklega verða þeir átta talsins, þar á meðal er ein kona og Halldór Jóhannsson sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra KEA frá því að Andri Teitsson sagði störfum sínum lausum 5. ágúst síðastliðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×