Heilsuverndarstöðin sett í sölu 5. september 2005 00:01 Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður væntanlega sett í sölu á næstu tveimur vikum, að sögn Þórhalls Arasonar hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann segir að ekki sé búið að verðmeta bygginguna, en það verði gert þannig að menn hafi hugmyndir um hvernig eigi að verðleggja hana. Hún verður seld samkvæmt samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu með sér á dögunum. Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar telur að meira liggi á að finna nýtt húsnæði undir miðstöð heimahjúkrunar, sem nú er á Grensásvegi. Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur verið selt. Nýi eigandinn þarf að nota húsnæðið, þannig að miðstöðin verður að víkja. "Það verður að rýma húsnæðið fyrir næsta vor," segir Guðmundur. "Að auki hefur húsnæðisþörf miðstöðvarinnar aukist í tengslum við samþættingu við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum því heldur stærra húsnæði heldur en það sem starfsemin er í núna." Hann bætir við að miðstöðin þurfi helst að vera staðsett á því svæði þar sem þjónustan er mest austan til í borginni, en þó ekki mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkiskaup sem sér um fasteignaviðskipti af þessu tagi hefur enn ekki auglýst eftir húsnæði fyrir miðstöðina, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis hafa ekki gefið grænt ljós á að þarfalýsingu fyrir hana. Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar strik í reikninginn. Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna sem er í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg segir Guðmundur að ekki liggi eins mikið á því. Hann hefur gert drög að þarfalýsingu fyrir nýtt húsnæði Heilsugæslunnar, en segir að betur þurfi að vinna í henni. "Starfsmenn fjármálaráðuneytisins vilja ganga í að selja húsið," segir Guðmundur." Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á að fara héðan út en við förum að sjálfsögðu eftir þeim ákvörðunum sem æðri embætti taka." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður væntanlega sett í sölu á næstu tveimur vikum, að sögn Þórhalls Arasonar hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann segir að ekki sé búið að verðmeta bygginguna, en það verði gert þannig að menn hafi hugmyndir um hvernig eigi að verðleggja hana. Hún verður seld samkvæmt samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu með sér á dögunum. Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar telur að meira liggi á að finna nýtt húsnæði undir miðstöð heimahjúkrunar, sem nú er á Grensásvegi. Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur verið selt. Nýi eigandinn þarf að nota húsnæðið, þannig að miðstöðin verður að víkja. "Það verður að rýma húsnæðið fyrir næsta vor," segir Guðmundur. "Að auki hefur húsnæðisþörf miðstöðvarinnar aukist í tengslum við samþættingu við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum því heldur stærra húsnæði heldur en það sem starfsemin er í núna." Hann bætir við að miðstöðin þurfi helst að vera staðsett á því svæði þar sem þjónustan er mest austan til í borginni, en þó ekki mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkiskaup sem sér um fasteignaviðskipti af þessu tagi hefur enn ekki auglýst eftir húsnæði fyrir miðstöðina, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis hafa ekki gefið grænt ljós á að þarfalýsingu fyrir hana. Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar strik í reikninginn. Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna sem er í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg segir Guðmundur að ekki liggi eins mikið á því. Hann hefur gert drög að þarfalýsingu fyrir nýtt húsnæði Heilsugæslunnar, en segir að betur þurfi að vinna í henni. "Starfsmenn fjármálaráðuneytisins vilja ganga í að selja húsið," segir Guðmundur." Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á að fara héðan út en við förum að sjálfsögðu eftir þeim ákvörðunum sem æðri embætti taka."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira