Óvissa um greiðslukortabrot 6. september 2005 00:01 Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira