Niðurstaða staðfesti hroðvirkni 7. september 2005 00:01 Ef það verður niðurstaða héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar, þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé möguleg. Þarna sé verið að ákæra fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Ef það verður niðurstaða héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar, þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé möguleg. Þarna sé verið að ákæra fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira