Hörð átök milli lækna og stjórnar 7. september 2005 00:01 Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira