Viðskipti innlent

Spá vaxtahækkun hjá Seðlabanka

Greiningardeild KB-banka gerir ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti um hálft prósentustig 29. september og að vextir verði þá yfir 10% fram á mitt næsta ár. Í Efnahagsfregnum greiningardeildarinnar segir að þenslumerki sjáist hvarvetna í efnahagslífinu, vinnuaflsskortur hafi gert vart við sig og líklegt sé að verðbólgan fari í annað skipti upp fyrir 4% vikmörk verðbólgumarkmiðin í næstu mælingu Hagstofunnar. Á síðustu 2-3 vikum hafa erlendir aðilar gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúma 28 milljarða og telur greiningardeildin að þessi útgáfa muni áreiðanlega auka sveifluna á gengi krónunnar á næstu tveimur árum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×