Einkarekinn spítali innan 5 ára 9. september 2005 00:01 Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira
Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira