Bjarni og Árni styðja Þorgerði 11. september 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Árni, sem skipaði fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, lýsir yfir stuðningi við Þorgerði Katrínu sem var í fjórða sæti listans. Hann segist telja það best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svara kröfum um meiri breidd í forystunni og þess vegna styðji hann hana. Þorgerður Katrín hefur skotist furðu fljótt upp á stjörnuhimininn í flokknum og fái hún næst valdamesta embættið þar er ljóst að það hlýtur að verða barátta um fyrsta sæti listans við næstu kosningar. Árni segist ekki óttast það og kveðst ekki sjá nein tengsl við það mál Bjarni Benediktsson skipaði fimmta sætið í suðvesturkjördæmi. Honum hefur einnig verið spáð miklum frama innan flokksins og margir áttu von á því að hann gæfi kost á sér sem varaformaður. Hann kveðst hafa tekið sér nokkra daga til að íhuga stöðuna vegna orða málsmetandi manna en hann sé eftir sem áður á þeirri skoðun að hann eigi ekki að gefa kost á sér þar sem það sé ekki tímabært. Aðspurður hverjir séu hinir „málsmetandi menn“ segir Bjarni það vera almenna stuðningsmenn sem hafi haft samband. Og Bjarni styður einnig Þorgerði Katrínu en kveðst þó fagna því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skuli bjóða sig fram gegn henni því hann hlakki til að sjá Kristján blanda sér í landsmálin. Bjarni telur þó embættið standa nær Þorgerði eins og sakir standi. Bjarni segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti við hrókeringarnar sem áttu sér stað í kjölfar þess að Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum, enda hafi hann aðeins verið tvö ár í stjórnmálum. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Árni, sem skipaði fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, lýsir yfir stuðningi við Þorgerði Katrínu sem var í fjórða sæti listans. Hann segist telja það best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svara kröfum um meiri breidd í forystunni og þess vegna styðji hann hana. Þorgerður Katrín hefur skotist furðu fljótt upp á stjörnuhimininn í flokknum og fái hún næst valdamesta embættið þar er ljóst að það hlýtur að verða barátta um fyrsta sæti listans við næstu kosningar. Árni segist ekki óttast það og kveðst ekki sjá nein tengsl við það mál Bjarni Benediktsson skipaði fimmta sætið í suðvesturkjördæmi. Honum hefur einnig verið spáð miklum frama innan flokksins og margir áttu von á því að hann gæfi kost á sér sem varaformaður. Hann kveðst hafa tekið sér nokkra daga til að íhuga stöðuna vegna orða málsmetandi manna en hann sé eftir sem áður á þeirri skoðun að hann eigi ekki að gefa kost á sér þar sem það sé ekki tímabært. Aðspurður hverjir séu hinir „málsmetandi menn“ segir Bjarni það vera almenna stuðningsmenn sem hafi haft samband. Og Bjarni styður einnig Þorgerði Katrínu en kveðst þó fagna því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skuli bjóða sig fram gegn henni því hann hlakki til að sjá Kristján blanda sér í landsmálin. Bjarni telur þó embættið standa nær Þorgerði eins og sakir standi. Bjarni segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti við hrókeringarnar sem áttu sér stað í kjölfar þess að Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum, enda hafi hann aðeins verið tvö ár í stjórnmálum.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira