Sport

Þjálfari Jordan á leið til Íslands

Þann 17-18. september næstkomandi mun körfuboltaþjálfarinn Bill Guthridge koma hingað til lands og halda námskeið í húsakynnum körfuboltaakademíunnar í Reykjanesbæ. Guthridge var um árabil þjálfari eins virtasta háskóla Bandaríkjanna, Norður-Karólínu, þar sem hann þjálfaði m.a. sjálfan Michael Jordan á sínum tíma. Þetta er sannkallaður hvalreki fyrir þjálfara og alla áhugamenn á Íslandi, sem munu fá tækifæri til að fylgjast með Guthridge vinna. Fyrirhugað er að hann stýri æfingu í anda æfinga hjá Norður-Karólínuskólans og gefst mönnum færi á að spyrja hann spurninga og njóta ráðgjafar hans. Eins og áður sagði er stefnt á að hýsa viðburðinn í körfuboltaakademíunni, en fari svo að húsnæðið verði ekki klárt, mun atburðurinn væntanlega fara fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Guthridge mun m.a. stjórna æfingu sem verður í anda hefðbundinnar æfingar hjá North Carolina. Námskeiðið á laugardaginn hefst klukkan 10 en á sunnudag klukkan ellefu. Frá North Carolina hafa komið frábærir körfuknattleiksmenn eins og Michael Jordan, James Worthy, Vince Carter, Rasheed Wallace, Antwan Jamison o.fl. Bill Guthridge var einnig einn af þremur þjálfurum bandríska landsliðsins sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum árið 1976.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×