Vill að ákæruvald verði þrískipt 22. september 2005 00:01 Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt að hann telji rétt að þrískipta ákæruvaldinu. Í dag er valdið tvískipt og handhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar. Þeim til viðbótar vill Bogi fá héraðssaksóknara þannig að ríkissaksóknari taki helst ekki ákvörðun í málum á fysta stigi ákæruvalds. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vill að ákæruvald verði fært frá lögreglustjórum. Aðspurður hvort hann telji ámælisvert fyrir embætti Ríkislögreglustjóra að ákæran í Baugsmálinu hafi ekki verið nægilega skýr segir Ragnar að hann sé ekki viss um að það sé neitt ámælisvert fyrir þær manneskjur sem hafi unnið að gerð ákærunnar. Hann telji fremur fyrirkomulag löggjafarinnar ámælisvert. Áður fyrr hafi dómarar farið með ákæruvald í málum og hafi rekið málið fyrir ákæruvaldið en því hafi verið hætt. Ragnar segir að um tíma hafi ákæruvaldið verið algjörlega sjálfstætt og óháð eins og hann telur að það þurfi að vera. Hann telur það hafa verið mistök að fela Ríkislögreglustjóra ákæruvald í skatta-og efnahagsbrotamálum eins og gert var fyrir nokkrum árum. Ragnar segir vanta upp á að lögreglustjórar hafi sömu vernd í starfi og ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Þeim sé ætlað að stjórna rannsókn á brotamálum sjálfir og þá eigi þeir að einnig að gefa út ákæruna í málinu sem þeir hafi rannsakað. Það geti enginn maður verið svo hlutlægur og verið fær um að fjarlægjast viðfangsefni sitt og gefið svo út algjörlega sjálfstæða og óháða ákæru sem sé ekki undir áhrifum frá störfum hans við rannsóknina. Þessu til viðbótar segir Ragnar vanta ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt að hann telji rétt að þrískipta ákæruvaldinu. Í dag er valdið tvískipt og handhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar. Þeim til viðbótar vill Bogi fá héraðssaksóknara þannig að ríkissaksóknari taki helst ekki ákvörðun í málum á fysta stigi ákæruvalds. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vill að ákæruvald verði fært frá lögreglustjórum. Aðspurður hvort hann telji ámælisvert fyrir embætti Ríkislögreglustjóra að ákæran í Baugsmálinu hafi ekki verið nægilega skýr segir Ragnar að hann sé ekki viss um að það sé neitt ámælisvert fyrir þær manneskjur sem hafi unnið að gerð ákærunnar. Hann telji fremur fyrirkomulag löggjafarinnar ámælisvert. Áður fyrr hafi dómarar farið með ákæruvald í málum og hafi rekið málið fyrir ákæruvaldið en því hafi verið hætt. Ragnar segir að um tíma hafi ákæruvaldið verið algjörlega sjálfstætt og óháð eins og hann telur að það þurfi að vera. Hann telur það hafa verið mistök að fela Ríkislögreglustjóra ákæruvald í skatta-og efnahagsbrotamálum eins og gert var fyrir nokkrum árum. Ragnar segir vanta upp á að lögreglustjórar hafi sömu vernd í starfi og ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Þeim sé ætlað að stjórna rannsókn á brotamálum sjálfir og þá eigi þeir að einnig að gefa út ákæruna í málinu sem þeir hafi rannsakað. Það geti enginn maður verið svo hlutlægur og verið fær um að fjarlægjast viðfangsefni sitt og gefið svo út algjörlega sjálfstæða og óháða ákæru sem sé ekki undir áhrifum frá störfum hans við rannsóknina. Þessu til viðbótar segir Ragnar vanta ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira