Tvö tonn af skyri seld vestanhafs 23. september 2005 00:01 Áhugi Bandaríkjamanna á skyri og öðrum íslenskum mjólkurvörum er slíkur að Baldvin Jónsson verkefnisstjóri segir að bændur á Íslandi verði að auka mjólkurframleiðslu um fimmtung hið minnsta. Í síðustu viku gerðust þau stórtíðindi að tvö tonn af skyri seldust upp á skömmum tíma í verslunum í höfuðborginni Washington. Sagt var frá því í vor að skyrneysla Íslendinga hefði snaraukist. En fleiri virðast kunna að meta þessa séríslensku afurð. Tólf íslenskir matreiðslumeistarar eru nýlega komnir af Food and Fun matvælahátíð í Washington en milli þess sem þeir elduðu íslenskan mat ofan í gesti veitingastaða kynntu þeir íslenskar landbúnaðarafurðir í verslunum á vegum markaðsátaks bændasamtakanna. Salan var langt umfram björtustu vonum en seldir voru tæplega þrjú þúsund ostar, tvo þúsund stykki af smjöri og tvö tonn af skyri svo eitthvað sé nefnt. Baldvin segir áhuga Bandaríkjamanna slíkan að íslenskir bændur verði að bretta upp ermar. Hann telur að á næstu fimm árum þá geti mjólkurbændur horft til þess að auka framleiðsluna að minnsta kosti um 20% frá því sem nú er miðað við þá eftirspurn sem er að myndast í Bandaríkjunum. Íslensku heitin duga vel og eru notuð á vörunum þegar þær eru seldar erlendis en heitið skyr hefur vakið mikla athygli hjá Bandaríkjamönnum. Baldvin spáir því að sauðfjárbændur verði að auka lambakjötsframleiðslu sína um þriðjung því ekki takist að anna eftirspurn vestanhafs. Núna eru sjö svæði sem fá ekkert lambakjöt og þrjú svæði sem fá ekki nema helming af því kjöti sem þau báðu um. Gott verð fæst fyrir íslensku afurðirnar og Baldvin telur að þegar horft er til framtíðar þá sé ekki spurning um það að þetta sé lang besti markaðurinn fyrir okkar afurðir. Food and Fun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Áhugi Bandaríkjamanna á skyri og öðrum íslenskum mjólkurvörum er slíkur að Baldvin Jónsson verkefnisstjóri segir að bændur á Íslandi verði að auka mjólkurframleiðslu um fimmtung hið minnsta. Í síðustu viku gerðust þau stórtíðindi að tvö tonn af skyri seldust upp á skömmum tíma í verslunum í höfuðborginni Washington. Sagt var frá því í vor að skyrneysla Íslendinga hefði snaraukist. En fleiri virðast kunna að meta þessa séríslensku afurð. Tólf íslenskir matreiðslumeistarar eru nýlega komnir af Food and Fun matvælahátíð í Washington en milli þess sem þeir elduðu íslenskan mat ofan í gesti veitingastaða kynntu þeir íslenskar landbúnaðarafurðir í verslunum á vegum markaðsátaks bændasamtakanna. Salan var langt umfram björtustu vonum en seldir voru tæplega þrjú þúsund ostar, tvo þúsund stykki af smjöri og tvö tonn af skyri svo eitthvað sé nefnt. Baldvin segir áhuga Bandaríkjamanna slíkan að íslenskir bændur verði að bretta upp ermar. Hann telur að á næstu fimm árum þá geti mjólkurbændur horft til þess að auka framleiðsluna að minnsta kosti um 20% frá því sem nú er miðað við þá eftirspurn sem er að myndast í Bandaríkjunum. Íslensku heitin duga vel og eru notuð á vörunum þegar þær eru seldar erlendis en heitið skyr hefur vakið mikla athygli hjá Bandaríkjamönnum. Baldvin spáir því að sauðfjárbændur verði að auka lambakjötsframleiðslu sína um þriðjung því ekki takist að anna eftirspurn vestanhafs. Núna eru sjö svæði sem fá ekkert lambakjöt og þrjú svæði sem fá ekki nema helming af því kjöti sem þau báðu um. Gott verð fæst fyrir íslensku afurðirnar og Baldvin telur að þegar horft er til framtíðar þá sé ekki spurning um það að þetta sé lang besti markaðurinn fyrir okkar afurðir.
Food and Fun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira