Sport

Þjóðverjar lögðu Spánverja

NordicPhotos/GettyImages
Þjóðverjar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, þegar þeir unnu frækinn sigur á Spánverjum í undanúrslitum 74-73. Rétt eins og í hinum undanúrslitaleiknum, voru réðust úrslit leiksins ekki fyrr en á síðustu sekúndunum. Það var NBA stjarnan Dirk Nowitzki sem tryggði liði sínu sigurinn með skoti þegar aðeins um 6 sekúndur voru eftir af leiknum, en hann var atkvæðamestur í þýska liðinu að venju og skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. "Dirk hitti úr erfiðu skoti og bjargaði okkur eins og hann hefur gert allt mótið. Þetta er það sem hann gerir best, enda er hann ofurstjarna liðsins, en ég vil þó ekki eigna honum einum þennan sigur. Við lékum vel saman sem lið og það skóp sigurinn í kvöld," sagði Dirk Bauermann, þjálfari þýska liðsins. Juan Carlos Navarro varð stigahæstur í liði Spánverja með 27 stig. Úrslitaleikur mótsins er í kvöld, en þar mætir spútniklið Þjóðverja Grikkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×