Búist við 14,2 milljarða afgangi 3. október 2005 00:01 Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru 35 prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Árni Mathiesen, nýr fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvaprið fyrir árið 2006 í Salnum í Kópavogi í dag. Gert er ráð fyrir 14,2 milljarða tekjuafgangi á ríkissjóði, áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármálum og sterkri stöðu ríkissjóðs. Dregið er úr ríkisútgjöldum um fjóra milljarða samkvæmt frumvarpinu, þar af er framkvæmdum í vegamálum frestað fyrir tvo milljarða, hafnarframkvæmdum er frestað fyrir 200 millljónir. Ráðuneytum og stofnunum er gert að lækka útgjöld um einn milljarð, lyfjaútgjöld verða lækkuð um 300 milljónir, vaxtabætur um 250 milljónir auk þess sem aðrar kostnaðarlækkanir nema 250 milljónum. Þá koma ýmis loforð stjórnarinnar í skattamálum til framkvæmda á næsta ári. Til að mynda fellur eignaskattur niður svo og sérstakur hátekjuskattur. Þá lækkar tekjuskattur einstaklinga um eitt prósentustig. Ríkisstjórnin áformar á hinn bóginn að auka framlög til menntamála og rannsókna um tólf prósent frá síðustu fjárlögum yfirstandandi árs og nema framlög til þessara mála samtals 33 milljörðum í frumvarpinu. Þá hækka framlög til barnabóta um 1,2 milljarða. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að útgjöld verði aukin til menntamála, heilbrigðismála og öryggismála og verið sé að leggja grunninn að hagvexti framtíðarinnar með því að auka fjármuni framhaldsskóla, háskóla og rannsóknargeirans. Þetta sé nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið þar sem atvinnulífið sé að breytast mikið og fleiri hátæknistörf og störf ofar í virðiskeðjunni bætist við. Þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er bjartsýnni en Seðlabankans. Spáð 3,8 prósenta verðbólgu, 2,7 prósenta kaupmáttaraukningu, 12,2 prósenta viðskiptahalla og gengisvísitölunni 114. Árni segir að munurinn felist í því að í forsendunum fjármálaráðuneytisins sé gert ráð fyrir áhrifum hækkaðra stýrivaxta. Helsti munurinn felist í því að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir áhrifum af aðgerðum Seðlabankans en spá bankans taki ekki tillit til áhrifa af hans eigin aðgerðum eðli málsins samkvæmt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru 35 prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Árni Mathiesen, nýr fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvaprið fyrir árið 2006 í Salnum í Kópavogi í dag. Gert er ráð fyrir 14,2 milljarða tekjuafgangi á ríkissjóði, áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármálum og sterkri stöðu ríkissjóðs. Dregið er úr ríkisútgjöldum um fjóra milljarða samkvæmt frumvarpinu, þar af er framkvæmdum í vegamálum frestað fyrir tvo milljarða, hafnarframkvæmdum er frestað fyrir 200 millljónir. Ráðuneytum og stofnunum er gert að lækka útgjöld um einn milljarð, lyfjaútgjöld verða lækkuð um 300 milljónir, vaxtabætur um 250 milljónir auk þess sem aðrar kostnaðarlækkanir nema 250 milljónum. Þá koma ýmis loforð stjórnarinnar í skattamálum til framkvæmda á næsta ári. Til að mynda fellur eignaskattur niður svo og sérstakur hátekjuskattur. Þá lækkar tekjuskattur einstaklinga um eitt prósentustig. Ríkisstjórnin áformar á hinn bóginn að auka framlög til menntamála og rannsókna um tólf prósent frá síðustu fjárlögum yfirstandandi árs og nema framlög til þessara mála samtals 33 milljörðum í frumvarpinu. Þá hækka framlög til barnabóta um 1,2 milljarða. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að útgjöld verði aukin til menntamála, heilbrigðismála og öryggismála og verið sé að leggja grunninn að hagvexti framtíðarinnar með því að auka fjármuni framhaldsskóla, háskóla og rannsóknargeirans. Þetta sé nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið þar sem atvinnulífið sé að breytast mikið og fleiri hátæknistörf og störf ofar í virðiskeðjunni bætist við. Þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er bjartsýnni en Seðlabankans. Spáð 3,8 prósenta verðbólgu, 2,7 prósenta kaupmáttaraukningu, 12,2 prósenta viðskiptahalla og gengisvísitölunni 114. Árni segir að munurinn felist í því að í forsendunum fjármálaráðuneytisins sé gert ráð fyrir áhrifum hækkaðra stýrivaxta. Helsti munurinn felist í því að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir áhrifum af aðgerðum Seðlabankans en spá bankans taki ekki tillit til áhrifa af hans eigin aðgerðum eðli málsins samkvæmt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira