Gagnrýndu framkvæmd kosningar 3. október 2005 00:01 Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýndu harðlega kosningu forseta Alþingis við þingsetningu á laugardag. Gagnrýndu þingmenn meðal annars framkvæmdina og segjast ekki hafa getað sagt nei því svokallaður nei-hnappur hafi ekki virkað. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í dag við fréttastofu Stöðvar 2 að aldrei áður hefði komið fram gagnrýni á fyrirkomulag kosningar forseta Alþingis. Þessi kosning á þó að vera skriflega atkvæðagreiðsla samkvæmt þingsköpum. Sá háttur hafi hins vegar ekki verið hafður á síðastliðin tíu ár enda hefur ekki komið fram mótframboð síðan árið 1991. Aðspurð um gagnrýni þingmanna Frjálslynda flokksins vegna þess hvernig staðið var að kosningunni segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, að hún sé á misskilningi byggð. Sú kosning sem fram hafi farið á forseta Alþingis sé í raun ígildi skriflegrar kosningar. Ef farið hefði verið eftir forminu og skriflegar kosningar hefðu farið fram þá hefði þurft að skrifa nafn þeirra sem tilnefndir hafi verið, en í þessu tilfelli hafi það aðeins verið Sólveig Pétursdóttir. Rafræna aðferðin hafi verið ígildi skriflegrar kosningar. Gagnrýni þingmanna Frjálslynda flokksins var ekki eingöngu bundin við framkvæmd kosningarinnar. Á heimasíðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar segir þingmaðurinn orðrétt: „Enginn okkar þriggja í þingflokki Frjálslynda flokksins greiddi Sólveigu Pétursdóttur atkvæði okkar. Þetta gerðum við í mótmælaskyni við þann valdhroka meirihlutans sem felst í því að lýsa því fyrirfram yfir hver eigi að verða þingforseti. Okkur þykir líka algerlega ófært að Sólveig Pétursdóttir gegni þessu embætti á meðan olíusamráðsmálið þar sem eiginmaður hennar var í lykilhlutverki, hefur ekki verið til lykta leitt.“ Aðspurð um þessa gagnrýni segir Arnbjörg þingmenn séu kjörnir á þing og standi fyrir sínu hver og einn. Önnur mál, fjölskyldu þeirra eða hvað annað sem upp kunni að koma, sé ekki mál þings eða þingflokks með neinum hætti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýndu harðlega kosningu forseta Alþingis við þingsetningu á laugardag. Gagnrýndu þingmenn meðal annars framkvæmdina og segjast ekki hafa getað sagt nei því svokallaður nei-hnappur hafi ekki virkað. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í dag við fréttastofu Stöðvar 2 að aldrei áður hefði komið fram gagnrýni á fyrirkomulag kosningar forseta Alþingis. Þessi kosning á þó að vera skriflega atkvæðagreiðsla samkvæmt þingsköpum. Sá háttur hafi hins vegar ekki verið hafður á síðastliðin tíu ár enda hefur ekki komið fram mótframboð síðan árið 1991. Aðspurð um gagnrýni þingmanna Frjálslynda flokksins vegna þess hvernig staðið var að kosningunni segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, að hún sé á misskilningi byggð. Sú kosning sem fram hafi farið á forseta Alþingis sé í raun ígildi skriflegrar kosningar. Ef farið hefði verið eftir forminu og skriflegar kosningar hefðu farið fram þá hefði þurft að skrifa nafn þeirra sem tilnefndir hafi verið, en í þessu tilfelli hafi það aðeins verið Sólveig Pétursdóttir. Rafræna aðferðin hafi verið ígildi skriflegrar kosningar. Gagnrýni þingmanna Frjálslynda flokksins var ekki eingöngu bundin við framkvæmd kosningarinnar. Á heimasíðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar segir þingmaðurinn orðrétt: „Enginn okkar þriggja í þingflokki Frjálslynda flokksins greiddi Sólveigu Pétursdóttur atkvæði okkar. Þetta gerðum við í mótmælaskyni við þann valdhroka meirihlutans sem felst í því að lýsa því fyrirfram yfir hver eigi að verða þingforseti. Okkur þykir líka algerlega ófært að Sólveig Pétursdóttir gegni þessu embætti á meðan olíusamráðsmálið þar sem eiginmaður hennar var í lykilhlutverki, hefur ekki verið til lykta leitt.“ Aðspurð um þessa gagnrýni segir Arnbjörg þingmenn séu kjörnir á þing og standi fyrir sínu hver og einn. Önnur mál, fjölskyldu þeirra eða hvað annað sem upp kunni að koma, sé ekki mál þings eða þingflokks með neinum hætti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira