Sport

Stoudemire skrifaði undir í gær

Framherjinn Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við félagið og fær fyrir hann rúmar 70 milljónir dollara. Stoudemire er talinn einnn efnilegasti leikmaður NBA deildarinnar í dag og segja má að hann hafi tryggt sér samninginn með frábærum leik sínum í úrslitakeppninni í vor, þar sem hann fór hreinlega hamförum. Samningurinn við Suns, ásamt samningi sem hann gerði við Nike í sumar, tryggir honum yfir 100 milljónir dollara á næstu árum. "Ég vissi alltaf að ég yrði maður sem þénaði mikið, því ég var með það alveg á hreinu þegar ég var lítill að ég myndi ná langt sem körfuboltamaður, allt frá því að ég var að óhreinka skólafötin mín á körfuboltavöllunum þegar ég var pjakkur," sagði Stoudemire. Félagi hans Steve Nash fagnaði samningi hans og sagði hann mikilvægan fyrir liðið. "Þetta eru frábær tíðindi fyrir félagið, því Amare er hornsteinninn að framtíð félagsins," sagði Nash, sem var kosinn verðmætasti leikmaðurinn í NBA á síðasta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×