Segir hervæðingu óskiljanlega 5. október 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira