Segir hervæðingu óskiljanlega 5. október 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira