Íslensk skuldabréf erlendis 23. október 2005 15:04 Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum. Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum.
Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira