Borgin neitar Rush um partí 14. október 2005 00:01 Þátttakendur á Ian Rush Icelandair Masters knattspyrnumótinu sem fer fram í Egilshöll í byrjun nóvember fá ekki móttöku á vegum Reykjavíkurborgar. Á mótið sem er fyrir "lengra komna knattspyrnumenn" koma nokkrir af frægustu knattspyrnumönnum Englands á fyrri árum úr liðum Liverpool, Manchester United og Arsenal og etja kappi við íslensk lið. Mótið er á vegum Liverpool goðsagnarinnar Ian Rush sem orðinn er mikill Íslandsvinur og er jafnan með annan fótinn hér á landi þar sem hann hefur m.a. starfrækt knattspyrnuskóla fyrir íslenska krakka. Í erindi frá Steini Lárussyni hjá Icelandair til Reykjavíkurborgar var lagt til að mótttakan yrði fyrir 200 manns í Listhúsinu laugardaginn 5. nóvember n.k. Fram kemur í DV í dag að forsætisnefnd borgarinnar segði mótttökur ekki haldnar á frídögum. Það er því ljóst að enskar knattspyrnugoðsagnir eiga ekki jafnt sem aðrir upp á pallborðið hjá meðlimum nefndarinnar sem víla ekki fyrir sér að snobba fyrir bókmennta-, lista og menningarhátíðum með rándýrum veislum þegar svo ber undir. Meðal keppenda sem koma hingað til lands að taka þátt í mótinu 4. og 5. nóvember eru fyrir hönd Liverpool; Ian Rush, Jan Mölby, John Barnes og John Aldridge. Fyrir Manchester United; Frank Stapleton, Dennis Irwin, David May og Paul Parker. Og fyrir Arsenal keppa menn eins og Nigel Winterburn, Paul Davis, Graham Rix og Matin Hayes. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
Þátttakendur á Ian Rush Icelandair Masters knattspyrnumótinu sem fer fram í Egilshöll í byrjun nóvember fá ekki móttöku á vegum Reykjavíkurborgar. Á mótið sem er fyrir "lengra komna knattspyrnumenn" koma nokkrir af frægustu knattspyrnumönnum Englands á fyrri árum úr liðum Liverpool, Manchester United og Arsenal og etja kappi við íslensk lið. Mótið er á vegum Liverpool goðsagnarinnar Ian Rush sem orðinn er mikill Íslandsvinur og er jafnan með annan fótinn hér á landi þar sem hann hefur m.a. starfrækt knattspyrnuskóla fyrir íslenska krakka. Í erindi frá Steini Lárussyni hjá Icelandair til Reykjavíkurborgar var lagt til að mótttakan yrði fyrir 200 manns í Listhúsinu laugardaginn 5. nóvember n.k. Fram kemur í DV í dag að forsætisnefnd borgarinnar segði mótttökur ekki haldnar á frídögum. Það er því ljóst að enskar knattspyrnugoðsagnir eiga ekki jafnt sem aðrir upp á pallborðið hjá meðlimum nefndarinnar sem víla ekki fyrir sér að snobba fyrir bókmennta-, lista og menningarhátíðum með rándýrum veislum þegar svo ber undir. Meðal keppenda sem koma hingað til lands að taka þátt í mótinu 4. og 5. nóvember eru fyrir hönd Liverpool; Ian Rush, Jan Mölby, John Barnes og John Aldridge. Fyrir Manchester United; Frank Stapleton, Dennis Irwin, David May og Paul Parker. Og fyrir Arsenal keppa menn eins og Nigel Winterburn, Paul Davis, Graham Rix og Matin Hayes.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira