Geir vill selja Landsvirkjun 15. október 2005 00:01 Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Þetta kom fram í ávarpi Geirs á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Geir fór vítt og breitt yfir svið landsmálanna og stefnu flokksins. Þá kom hann inn á Baugsmálið sem var líka einkar áberandi í ræðu formannsins. Hann sagði það kjarnaatriði í sjálfstæðisstefnunni að vinna gegn einokun og hringamyndun og það væri hlutverk ríkisins að vernda hina veikari í þeim efnum, þó svo sterk fyrirtæki í eðlilegri samkeppni verði auðvitað að fá að njóta sín. „Og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa snúið út úr merkri ræðu okkar formanns við setningu Landsfundar hvað þessi atriði varðar,“ sagði Geir. Geir hrósaði EES-samningnum og sagði Íslendinga njóta góðs af innri mörkuðum Evrópusambandsins og hinu fjórþætta frelsi, án þess að fórna mikilvægum hagsmunum á móti eins og stjórn á auðlindum sjávar. Hann sagði að engir áþreifanlegir íslenskir hagsmunir kalli á aðild að Evrópusambandinu, en margt mæli hins vegar á móti. Á meðal margra ókosta sé afsal á fullveldi Íslands, sjávarútvegsstefna ESB og geysileg miðstýring sem innbyggð sé í sambandið, auk þess sem beint aðildargjald yrði margir milljarðar á ári í sjóði sambandsins. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Þetta kom fram í ávarpi Geirs á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Geir fór vítt og breitt yfir svið landsmálanna og stefnu flokksins. Þá kom hann inn á Baugsmálið sem var líka einkar áberandi í ræðu formannsins. Hann sagði það kjarnaatriði í sjálfstæðisstefnunni að vinna gegn einokun og hringamyndun og það væri hlutverk ríkisins að vernda hina veikari í þeim efnum, þó svo sterk fyrirtæki í eðlilegri samkeppni verði auðvitað að fá að njóta sín. „Og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa snúið út úr merkri ræðu okkar formanns við setningu Landsfundar hvað þessi atriði varðar,“ sagði Geir. Geir hrósaði EES-samningnum og sagði Íslendinga njóta góðs af innri mörkuðum Evrópusambandsins og hinu fjórþætta frelsi, án þess að fórna mikilvægum hagsmunum á móti eins og stjórn á auðlindum sjávar. Hann sagði að engir áþreifanlegir íslenskir hagsmunir kalli á aðild að Evrópusambandinu, en margt mæli hins vegar á móti. Á meðal margra ókosta sé afsal á fullveldi Íslands, sjávarútvegsstefna ESB og geysileg miðstýring sem innbyggð sé í sambandið, auk þess sem beint aðildargjald yrði margir milljarðar á ári í sjóði sambandsins.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira