200 milljónir fram úr heimildum 20. október 2005 00:01 „Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira