Heitur vetur framundan 20. október 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir flokkinn standa vel sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. „Félagsmönnum fjölgar í hreyfingunni. Við erum sátt við það hvernig til hefur tekist við að byggja upp hreyfinguna. Við mælumst þessi misserin með um 15 prósenta fylgi. Það gildir líka um Reykjavík þar sem mikilvægar sveitarstjórnarkosningar fara fram líkt og annars staðar næsta vor og síðan alþingiskosningar ári síðar. Við ætlum að styrkja okkar stöðu og festa okkur rækilega í sessi í íslenskum stjórnmálum í þessum tvennum kosningum. Steingrímur segir að mörg mikilvæg málefni liggi fyrir fundinum. „Fyrst ber að nefna að fyrir tveimur árum tókum við ákvörðun um stefnuyfirlýsingu flokksins og nú liggja fyrir tillögur um breyttar áherslur. Væntanlega sætir mestum tíðindum að inn í yfirlýsinguna kemur kafli um kvenfrelsi. Við munum þaðan í frá skilgreina okkur sem flokk kvenfrelsis og nálgast jafnréttisbaráttuna frá þeim sjónarhóli. Þessi sjónarmið eru ríkjandi í okkar herbúðum og við lítum á okkur sem femínista, bæði karlar og konur í Vinstri grænum. Við viljum að félagsleg sjónarmið og umhverfisverndarsjónarmið fái vægi í leikreglum heimsviðskipta og í samskiptum þjóða til jafns við hina viðskiptalegu þætti sem hafa ráðið allt of mikið ferðinni. Við leggjum fram heildstæða skóla- og menntastefnu og fjölmörg fleiri mikilvæg mál sem skila okkur áleiðis. Steingrímur segir að Vinstri grænir hafi staðið fyrir brýnum sjónarmiðum í stjórnmálunum. „Við höfum haft sérstöðu í að andæfa stóriðju og skattalækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða af sér miklar ógöngur í efnahagslífinu sem allir sjá nema ríkisstjórnin." Spyrja má hvort Vinstri grænum sé nú meira í mun en áður að komast í ríkisstjórn. „Við erum betur undir það búin nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum alveg skýra víglínu í þeim efnum. Okkar takmark er og var strax í síðustu kosningum að fella ríkisstjórnina og koma á velferðarstjórn í staðinn. Stjórn sem við gætum kallað græna velferðarstjórn. Við höfum horft til þess sem gerst hefur í Noregi og vildum gjarnan sjá að félagsleg stjórnmálaöfl á vinstri vængnum og inn til miðjunnar bæru gæfu til þess að standa jafn skynsamlega að málum og þar var gert. Ég tel það fullkomlega raunhæfan valkost. „Ég tel að ríkisstjórnin standi veikar nú en oftast áður. Það eru hnökrar í samstarfinu og menn ná ekki saman líkt og áður. Auk þess stendur ríkisstjórnin frammi fyrir miklu meiri erfiðleikum en hún hefur áður gert. Það eru mjög viðsjárverðir tímar framundan en hún virðist ómeðvituð um það og hvað til síns friðar heyrir. Það eru óvissutímar framundan, þensla, verðbólga, viðskiptahalli og ofurgengi sem enn hækkaði í gær. Auk þess eru að koma fram upplýsingar um gríðarlega aukna misskiptingu í landinu. Óánægja aldraðra dettur ekkert af himnum ofan. Tilteknir hópar taka sér ofurlaun og lífeyri á sama tíma og skattareglur eru mjög ósanngjarnar, til dæmis með lækkun hátekjuskatta. Á sama tíma hafa menn ekki efni á bensínstyrk til öryrkja og aldraðra. það eru sviptingar framundan í íslenskum stjórnmálum. Ég held að veturinn verði mjög heitur í pólitík og fram að næstu þingkosningum. Ég hef á tilfinningunni að til óvæntra tíðinda geti dregið í lífi ríkisstjórnarinnar þó svo að ég spái ekki beinlínis neinu um það," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir flokkinn standa vel sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. „Félagsmönnum fjölgar í hreyfingunni. Við erum sátt við það hvernig til hefur tekist við að byggja upp hreyfinguna. Við mælumst þessi misserin með um 15 prósenta fylgi. Það gildir líka um Reykjavík þar sem mikilvægar sveitarstjórnarkosningar fara fram líkt og annars staðar næsta vor og síðan alþingiskosningar ári síðar. Við ætlum að styrkja okkar stöðu og festa okkur rækilega í sessi í íslenskum stjórnmálum í þessum tvennum kosningum. Steingrímur segir að mörg mikilvæg málefni liggi fyrir fundinum. „Fyrst ber að nefna að fyrir tveimur árum tókum við ákvörðun um stefnuyfirlýsingu flokksins og nú liggja fyrir tillögur um breyttar áherslur. Væntanlega sætir mestum tíðindum að inn í yfirlýsinguna kemur kafli um kvenfrelsi. Við munum þaðan í frá skilgreina okkur sem flokk kvenfrelsis og nálgast jafnréttisbaráttuna frá þeim sjónarhóli. Þessi sjónarmið eru ríkjandi í okkar herbúðum og við lítum á okkur sem femínista, bæði karlar og konur í Vinstri grænum. Við viljum að félagsleg sjónarmið og umhverfisverndarsjónarmið fái vægi í leikreglum heimsviðskipta og í samskiptum þjóða til jafns við hina viðskiptalegu þætti sem hafa ráðið allt of mikið ferðinni. Við leggjum fram heildstæða skóla- og menntastefnu og fjölmörg fleiri mikilvæg mál sem skila okkur áleiðis. Steingrímur segir að Vinstri grænir hafi staðið fyrir brýnum sjónarmiðum í stjórnmálunum. „Við höfum haft sérstöðu í að andæfa stóriðju og skattalækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða af sér miklar ógöngur í efnahagslífinu sem allir sjá nema ríkisstjórnin." Spyrja má hvort Vinstri grænum sé nú meira í mun en áður að komast í ríkisstjórn. „Við erum betur undir það búin nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum alveg skýra víglínu í þeim efnum. Okkar takmark er og var strax í síðustu kosningum að fella ríkisstjórnina og koma á velferðarstjórn í staðinn. Stjórn sem við gætum kallað græna velferðarstjórn. Við höfum horft til þess sem gerst hefur í Noregi og vildum gjarnan sjá að félagsleg stjórnmálaöfl á vinstri vængnum og inn til miðjunnar bæru gæfu til þess að standa jafn skynsamlega að málum og þar var gert. Ég tel það fullkomlega raunhæfan valkost. „Ég tel að ríkisstjórnin standi veikar nú en oftast áður. Það eru hnökrar í samstarfinu og menn ná ekki saman líkt og áður. Auk þess stendur ríkisstjórnin frammi fyrir miklu meiri erfiðleikum en hún hefur áður gert. Það eru mjög viðsjárverðir tímar framundan en hún virðist ómeðvituð um það og hvað til síns friðar heyrir. Það eru óvissutímar framundan, þensla, verðbólga, viðskiptahalli og ofurgengi sem enn hækkaði í gær. Auk þess eru að koma fram upplýsingar um gríðarlega aukna misskiptingu í landinu. Óánægja aldraðra dettur ekkert af himnum ofan. Tilteknir hópar taka sér ofurlaun og lífeyri á sama tíma og skattareglur eru mjög ósanngjarnar, til dæmis með lækkun hátekjuskatta. Á sama tíma hafa menn ekki efni á bensínstyrk til öryrkja og aldraðra. það eru sviptingar framundan í íslenskum stjórnmálum. Ég held að veturinn verði mjög heitur í pólitík og fram að næstu þingkosningum. Ég hef á tilfinningunni að til óvæntra tíðinda geti dregið í lífi ríkisstjórnarinnar þó svo að ég spái ekki beinlínis neinu um það," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira