Hagkerfið komið að ystu mörkum 27. október 2005 19:13 Heildarútgáfa skuldabréfa erlendis í íslenskum krónum fór yfir 100 milljarða króna í gær þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir alls þrjá milljarða króna til tveggja ára. Útgáfan svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Skuldabréfin eru með 8% föstum vöxtum. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna borgara? Tryggvi Þór Herbertsson svarar því til að peningamálastjórn verði erfiðari sem þýði að vextir þurfi þá að hækka meira. Jafnframt fylgi þessu meiri áhætta og gegnið gæti farið af stað, þó það sé ólíklegt. En Tryggvi segir þessu þó einnig fylgja ýmsir kostir. Þetta dýpki t.a.m. skuldamarkaðinn hérlendis sem á endanum komi almenningi til góða því þá virki fjármálakerfið betur. Og Tryggvi segir mikilvægt að Íslendingar verði ekki of háðir þessari tegund útgáfu skuldabréfa því þetta sé líklega komið nálægt einhverjum endimörkum, og að verða háður útgáfunni sé ekki af hinu góða. Seðlabankastjóri segir útgáfu þessa geta valdið flökti á gengi krónunnar en það sé þó ekki líklegt. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Þá segir hann skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þar af leiðandi muni þeir kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður. Sérfræðingar greiningardeildar KB banka segja engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Ekkert bendi til þess að hægja fari á þessum kaupum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Heildarútgáfa skuldabréfa erlendis í íslenskum krónum fór yfir 100 milljarða króna í gær þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir alls þrjá milljarða króna til tveggja ára. Útgáfan svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Skuldabréfin eru með 8% föstum vöxtum. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna borgara? Tryggvi Þór Herbertsson svarar því til að peningamálastjórn verði erfiðari sem þýði að vextir þurfi þá að hækka meira. Jafnframt fylgi þessu meiri áhætta og gegnið gæti farið af stað, þó það sé ólíklegt. En Tryggvi segir þessu þó einnig fylgja ýmsir kostir. Þetta dýpki t.a.m. skuldamarkaðinn hérlendis sem á endanum komi almenningi til góða því þá virki fjármálakerfið betur. Og Tryggvi segir mikilvægt að Íslendingar verði ekki of háðir þessari tegund útgáfu skuldabréfa því þetta sé líklega komið nálægt einhverjum endimörkum, og að verða háður útgáfunni sé ekki af hinu góða. Seðlabankastjóri segir útgáfu þessa geta valdið flökti á gengi krónunnar en það sé þó ekki líklegt. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Þá segir hann skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þar af leiðandi muni þeir kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður. Sérfræðingar greiningardeildar KB banka segja engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Ekkert bendi til þess að hægja fari á þessum kaupum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira