Vinda verður ofan af íbúðalánaruglinu 3. nóvember 2005 07:00 Fyrirtækin hafa tapað á verðbólgunni en kaupmáttur almennings aukist, því væri nær að fyrirtækin segðu upp kjarasamningum en launþegar segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. MYND/Teitur Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira