Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segist ekkert hafa vitað af því að formaður KR-inga myndi hvetja sitt fólk til að greiða sér og Benedikt Geirssyni, starfsmanni ÍSÍ, atkvæði í prófkjörinu.
Kjartan kveðst hafa mikinn stuðning í íþróttahreyfingunni, ekki bara innan KR. Nokkrir formenn annarra félaga hafi lýst yfir opinberum stuðningi við sig, þar á meðal formaður Fylkis, Fjölnis og þá hafi formaður knattspyrnuráðs Víkings einnig gert það.
Formannspistillinn hefur verið fjarlægður af heimasíðu KR.