Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin 5. nóvember 2005 18:45 Rip Hamilton hefur farið á kostum með Detroit það sem af er tímabili NordicPhotos/GettyImages Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota. Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota.
Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn