Nú þykir ólíklegt að varnarmaðurinn Ledley King verði með enska landsliðinu þegar það mætir Argentínumönnum í æfingaleik á laugardaginn, eftir að hann gat ekki æft með liðinu í dag vegna hnémeiðsla.
King spilar jafnan sem miðvörður með liði sínu Tottenham, en Sven-Göran Eriksson hefur verið að gera tilraunir með að nota hann sem varnartengilið og talið var að King yrði í byrjunarliðinu gegn Argentínu. Það er nú talið ólíklegt eftir að upp komst um meiðsli leikmannsins.