Molde sigraði Moss

Molde sigraði Moss 3-2 á útivelli í fyrri leik liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Molde um næstu helgi. Molde varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk fyrir hálfum mánuði og Moss í 3. sæti 1. deildar.