Samningar í höfn - eingreiðsla í desember 15. nóvember 2005 18:13 Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira