Pistons með áttunda sigurinn í röð 16. nóvember 2005 16:30 Chauncey Billups og félagar í Detroit eru á mikilli siglingu í upphafi leiktíðar og hafa unnið átta fyrstu leiki sína NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira