Besta byrjun Clippers í sögunni 21. nóvember 2005 14:45 Sam Cassell er lykilmaðurinn á bak við stórbætta spilamennsku Clippers-liðsins í vetur. NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn