Tveimur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fulham vann góðan og verðskuldaðan sigur á Bolton 2-1, þar sem Brian McBride skoraði bæði mörk Lundúnaliðsins en Sylvain Legwinski minnkaði muninn með sjálfsmarki. El Hadji Diuf fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútum leiksins.
Everton vann mikilvægan sigur á Newcastle 1-0, þar sem Joseph Yobo skoraði sigurmark Everton með skalla og tryggði liðinu gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttunni.