Samningur Blaðamannafélags Íslands við samtök atvinnulífsins voru undirritaðir á sjöunda tímanum í kvöld. Samningurinn nær til fréttamanna og ljósmyndara á öllum helstu fjölmiðlum landsins utan Ríkisútvarpsins.
Taxtar hækka um fjögur prósent frá og með næstu mánaðamótum og launahækkanir á þriggja ára gildistíma samningsins verða í takt við það sem samið hefur verið um á almennum markaði að undanförnu að sögn umsemjenda en mismunandi eftir starfsaldri og menntun.