Þriðja tap Wigan í röð
Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni töpuðu þriðja leiknum í röð þegar þeir lágu fyrir Liverpool 3-0. Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, náði loksins að brjóta ísinn og skoraði tvö marka Liverpool. Luis Garcia bætti við þriðja markinu og skaut Liverpool í annað sætið, í það minnsta tímabundið.