Sport

Tæknibúnaður verður ekki notaður á HM

NordicPhotos/GettyImages

Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að tæknibúnaður til að skera úr um hvort boltinn fer yfir marklínu, sem nota á til að útrýma vafaatriðum eins og marki Liverpool gegn Chelsea í Meistaradeildinni í vor, verði ekki tekinn í notkun fyrir HM í Þýskalandi eins og til stóð.

Tækni þessi þykir enn ekki fullþróuð og því hefur verið ákveðið að hún verði ekki notuð á HM í sumar og heldur ekki á Heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×