Heimabankaþjófur aðeins milliliður 7. desember 2005 12:09 MYND/Pjetur Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira