Glazer-feðgar, sem eiga Manchester United, segja að áfallið þegar liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni í gær hafi ekki áhrif á langtímamarkmið þeirra í rekstri liðsins, þrátt fyrir að þeir séu vissulega vonsviknir að hafa ekki komist áfram.
"Þessi úrslit í gær voru vissulega svekkjandi, en þetta hefur engin áhrif á framtíðaráform okkar. Það er nægilegur sveigjanleiki í fjárhag félagsins," sagði talsmaður feðganna. "Lífið heldur áfram, Manchester United er enn í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og við sjáum hvað setur þar. Í augnablikinu eru menn bara að einbeita sér að næsta leik í deildinni."