Enn meiðist Dyer

Miðjumaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle er enn og aftur kominn á meiðslalistann hjá félaginu eftir að hafa tognað á læri á æfingu og getur því ekki snúið aftur gegn Arsenal eins og til stóð. Dyer hefur verið í stífri endurhæfingu hjá sérfræðingum til að reyna að vinna bug á meiðslum þessum, sem hafa raunar hrjáð hann í tvö ár.