Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea sem leikur nú etur kappi við Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en 8 leikir eru á dagskrá deildarinnar í dag. Athygli vekur að ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini er í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn í deildinni í vetur en Petr Cech vermir varamannabekkinn.
Hermann Hreiðarsson er að venju í byrjunarliði Charlton sem tekur á móti Sunderland og Heiðar Helguson er að vanda á varamannabekk Fulham sem heimsækir Birmingham.
Einum leik er lokið en eins og áður hefur komið fram þá vann Liverpool öruggan sigur á Middlesboro, 2-0 á Anfield fyrr í dag.
Aðrir leikir á dagskrá deildarinnar í dag eru;
Blackburn-West Ham
Bolton-Aston Villa
W.B.A.-Man City
Newcastle-Arsenal kl. 17:15